Jón Hólm Stefánsson - Ferillinn

Fullt nafn: Jón Hólm Stefánsson

Fæddur: 21. desember 1945 í Stykkishólmi

Foreldrar: Stefán Jónsson múrarameistari frá Vatnsholti í Staðarsveit, Stefánssonar frá Flögu í Vatnsdal. Móðir er Þorbjörg Lilja Jónsdóttir, Lárussonar skipstjóra í Stykkishólmi.

Búsetusaga: Jón ólst upp í Vatnsholti í Staðarsveit að hluta og í Reykjavík að hluta. Eftir nám bjó hann á Patreksfirði í fjögur ár og síðan í búðardal í 11 ár. Hann fluttist að Gljúfri 1983 og hefur búið þar síðan.

Nám og starfsferill: Jón lauk Landsprófi 1962, búfræðiprófi frá Hvanneyri 1963, undirbúningsnámi frá Kennaraskólanum 1965 og kandidatsprófi í búfræði 1968. Að loknu námi réði hann sig sem ráðunaut og framkvæmdastjóra hjá búnaðarsambandi Vestfjarða og Ræktunarsambandi Vestur Barðastrandasýslu. Frá 1972 til 1983 var Jón ráðunautur og framkvæmda Búnaðarsambands Dalamanna. Þá keypti hann jörðina gljúfur í Ölfusi og hefur búið þar síðan og verið hreppstjóri í Ölfusi síðustu árin.

Fjölskylduhagir: Hann er kvæntur Rósu Finnsdóttur handavinnukennara. Hún er frá Eskiholti í Borgarfirði og er fædd þar 1941. Börn þeirra eru: Stefán fæddur 1970, Helga María fædd 1971 og Þorbjörg Lilja fædd 1973.

Áhugamál: Auk starfins hefur Jón áhuga á söng- og menningarmálum en hann syngur aðeins sjálfur. Svo hefur hann talsverðan áhuga á hrossarækt, skógrækt og ýmiss konar félagsmálastörf heilla hann.

Félags- og stjórnmálastörf: Jón hefur verið formaður Ungmennafélags Dalamanna og Norður Breiðfirðinga, formaður í Jarðanefnd Dalasýslu, formaður í Bygginganefnd dvalarheimilis aldraðra í Dalasýslu, formaður í Náttúru- og gróðurverndarnefndar Dalasýslu, Hrossaræktarsambands Dalasýslu, en þar var hann formaður nokkuð lengi. Hann hefur setið í 8 ár á búnaðarþingi sem fulltrúi Sunnlendinga. er formaður Búnaðarfélags Ölfushrepps og einnig Austurveitu sem er hitaveitufélag. Þá er hann fulltrúi Bændasamtaka Íslands í stjórn Hagþjónustu Landbúnaðarins og á sæti í sveitarstjórn Ölfushrepps. Þá er hann einnig formaður Félags Skógarbænda á suðurlandi.