Velkomin á heimasíðu Gljúfurbústaða ehf.

Gljúfurbústaðir leigja út sumarhús í hæsta gæðaflokki, þar sem góður aðbúnaður gesta er í fyrirrúmi. Í bústöðunum eru rúm fyrir 6-8 manns, þar af 2-3 hjónarúm með heilum dýnum, sængur og koddar, sturtuklefi, heitur pottur, sjónvarp, DVD spilari, geislaspilari, útvarp, gasgrill, garðhúsgögn á afgirtri verönd, kæliskápur með frystihólfi, eldavél og ofn, allur borðbúnaður, svo og mjög vönduð húsgögn.

Bústaðirnir standa hátt við fjallsrætur með miklu útsýni yfir Ölfusið til Stokkseyrar, Eyrarbakka, Þorlákshafnar og út á sjó. Fjarlægð milli bústaða er góð, þannig að hver bústaður hefur talsvert rými. Gljúfurbústaðir eru á friðsælum stað utan alfaraleiða, en samt örstutt í umferð og þéttbýli. Að þjóðvegi 1 eru um 3 km, til Hveragerðis um 7 km, á Selfoss um 10 km og til Reykjavíkur um 40 km.

Skemmtilegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni Gljúfurbústaða og tiltölulega stutt í merktar gönguleiðir á Hengilssvæðinu. Þá er stutt í ýmsa afþreyingu s.s. sundlaugar, golfvelli, veiði og hestaleigur.

Leigutími fer eftir óskum leigjenda, algengast er helgar- eða vikuleiga. Gestir þurfa að koma með rúmfatnað og handklæði, allt annað er í bústöðunum. Gert er ráð fyrir, að leigjendur þrífi húsin að dvöl lokinni. Hægt er að fá uppábúin rúm, handklæði og þrif að dvöl lokinni, gegn aukagjaldi.

ATHUGIÐ að heimilisdýr eru ekki leyfð í húsunum!

Við vonum að heimasíðan okkar hafi vakið hjá þér áhuga á að dvelja í Gljúfurbústöðum. Sé svo, hringdu þá eða sendu okkur tölvupóst með þínum óskum. Við munum svara um hæl og veita þér góða þjónustu.

Gljúfurbústaðir ehf.